Um okkur

Úr Árbók Selfoss 1972. Bílasala Selfoss var stofnuð 16. maí 1964. Þá var fyrsti bíllinn skráður til sölu. Það var Pontiac, árgerð 1948. Eigandinn var Jóhann Guðmundsson, Kirkjuvegi 7. Selfossi, sími 233. Bílasalan var til að byrja með til húsa að Eyrarvegi 22 í húsi eigandans, Sverris Andréssonar, sem rak bílasöluna óslitið til ársins 2000. Sími bílasölunnar var þá 1416. Þetta var eina bílasalan austan Hellisheiðar. Bílasalan annaðist milligöngu um kaup og sölu á notuðum bílum og landbúnaðarvélum.
Í þá daga var hún eingöngu opin á kvöldin og á laugardögum. Um 160 bílar voru þá á söluskrá bílasölunnar. Bílasala Selfoss er nú til húsa að Hrísmýri 3, í stóru og rúmgóðu húsnæði þar sem viðskiptavinir geta skoðað nýja bíla í björtum og rúmgóðum sýningarsal. Söluskrá Bílasölu Selfoss hefur að geyma fjölda notaðra bíla og er bílasalan að auki beintengd við söluskrár hjá söludeildum Heklu. Bílasala Selfoss býður einnig upp á allar gerðir nýrra bifreiða frá Heklu.

Staðsetning

Verið velkomin í sýningarsal okkar að Hrísmýri 3, 800 Selfoss.

Starfsmenn


Rögnvaldur Jóhannesson
Framkvæmdastjóri
Sími 480 4000
Bjarni Sigurðsson
Sölumaður
Sími 480 4000

Opnunartími

mánudagur
09:00 - 17:00
þriðjudagur
09:00 - 17:00
miðvikudagur
09:00 - 17:00
fimmtudagur
09:00 - 17:00
föstudagur
09:00 - 17:00
laugardagur
Lokað
sunnudagur
Lokað

Rekstraraðili

Bílasala Selfoss ehf.
Hrísmýri 3, 800 Selfoss
Kt. 5606140550
Vsk.nr. 118134

Félagið er hlutafélag sem skráð er í hlutafélagaskrá og starfar samkvæmt gildandi lögum og reglum um ökutækjaviðskipti.